GAT nú verið

SKO! þetta er náttúrulega lýsandi dæmi um íslendinga. Fyrir ekki svo löngu var sendur lítill pappírspési á öll heimili í landinu frá Lýðheilsustöð. Í þessum pésa var (og er) að finna ýmsar uppskriftir af hinum ýmsu fiskréttum. Þessi pési átti að hafa þau áhrif að auka neyslu íslendinga á fisk, ja og sjávarafurðum.

    Hvern andskotan eru þessir kallar að hækka fiskinn, loksins þegar einhver sala var komin á fisk þá hækka þeir, til að koma í veg fyrir sölu eða? Fiskur á Íslandi er ofboðslega dýr miðað við hver stór hluti af þjóðarframleiðslunni hann er. Ef maður "slysast" til að langa ofboðslega í fisk, tala nú ekki um lúðu eða annað gómsætt, þá er maður ekki borgunarmanneskja fyrir því af því að verðið er svo agalega hátt. 

 Þessir kallar ættu að skammast sín, ég veit að það er aðeins um viðmiðunarverð að ræða EN mér finnst þetta engu að síður til skammar.


mbl.is Fiskverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér til upplýsinga er þetta verð fyrst og fremst notað í verðlagningu á fiski á milli skipa og vinnslu í eigu sömu eða skyldra aðila. Og er ætlað að tryggja það að sjómenn sem starfa á skipum sem landa ekki á uppboðsmarkaði fái laun í samræmi við það sem er að gerast á hinum frjálsa markaði. Þetta hefur því ekki áhrif á verð á fiski út í búð nema á óbeinan hátt. Með öðrum orðum ef verð á fiski út í búð hækkar þá hækkar viðmiðunarverðið.

kveðja, Þorri Þorskur

Kristján (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Pabbi er sjómaður og ég vorkenni honum sko ekki neitt... Fiskur er rándýr og hann ætti ekki að vera það.... Fréttin segir að viðmiðunarverð hafi hækkað frá 10 -5 % mismunandi eftir vöru. Þýðir það þá ekki að verðið hafi hækkað???

Quote-ing;"Með öðrum orðum ef verð á fiski út í búð hækkar þá hækkar viðmiðunarverðið."

Eydís Rós Eyglóardóttir, 7.3.2007 kl. 22:45

3 identicon

þetta þýðir að þeir sem veiða fiskinn fái meira borgað fyrir hann. semsagt þeir sem ekki landa á markað. allur fiskur sem þú kaupir útí búð er keyptur á fiskmarkaði og kemur þessu ekki neitt við!  Þannig að nei, þetta þýðir ekki hækkað verð á fisk út í búð!

Simmi (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eydís Rós Eyglóardóttir
Eydís Rós Eyglóardóttir
Með skoðun á flest öllu

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband